Flugfreyjur og flugþjónar, endurráðningar fyrir sumarið 2020

side photo

**Umsókn þessi er eingöngu ætluð flugfreyjum og flugþjónum sem hafa starfað hjá Icelandair síðustu 36 mánuði**


Icelandair óskar eftir að endurráða sumarstarfsmenn í störf flugfreyja og flugþjóna fyrir sumarið 2020.

 

Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi lokið nýliðaþjálfun flugfreyja/-þjóna hjá Icelandair. Auk þess að hafa starfað sem flugfreyja/-þjónn á síðustu 36 mánuðum. Um tímabundin sumarstörf er að ræða í 100% starfshlutfalli.

 

Nánari upplýsingar veitir: Cabin Operations, sími 50 50 217 netfang: cabinoperations@icelandair.is

 

Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum vef Icelandair.

 

Vinsamlega tilgreinið hvenær þið getið hafið störf. Gert er ráð fyrir að umsækjendur geti starfað út ágúst. Ef um lengra ráðningatímabil verður að ræða verður það auglýst um mitt sumar 2020.

 

Umsóknir óskast fylltar út með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan "sækja um starf" eigi síðar en 1.október 2019.

Umsækjendur sem hafa gegnt stöðum flugfreyja og -þjóna og óska endurráðningar þurfa ekki að skila neinum viðhengjum eða fylgigögnum.