Deildarstjóri Cabin Operations

side photo

Icelandair leitar að stjórnanda fyrir flugþjónustudeild (Cabin Operations) á flugrekstrarsviði. Leitað er að öflugum leiðtoga til þess að leiða breiðan og fjölbreyttan hóp flugfreyja og flugþjóna ásamt stoðeiningu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarstarf á síkvikum vinnustað sem farið hefur í gegnum miklar breytingar á undanförnum misserum.

Flugfreyjur og flugþjónar gegna mikilvægu öryggishlutverki um borð í flugvélum Icelandair. Icelandair er einnig stærsta þjónustufyrirtæki landsins og flugfreyjur og flugþjónar eru í framlínusveit fyrirtækisins.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Leiðir og styður öflugan hóp flugfreyja og flugþjóna
  • Dagleg stýring og rekstur deildarinnar
  • Tryggir að öllum kröfum um öryggi og þjónustu sé framfylgt
  • Tekur þátt í að þróa þjónustuframboð Icelandair
  • Flugþjónustudeild sér um ráðningar og almenn starfsmannamál flugfreyja og flugþjóna í samvinnu við Mannauðssvið Icelandair
  • Stöðug þróun og umbætur á ferlum og þjónustu ásamt því að tryggja það að starfsmannahópurinn hafi það sem til þarf til að skila góðu starfi. Það er tryggt með góðri upplýsingagjöf, þjálfun og eftirfylgni með árangri.
  • Samskipti við stéttarfélög

Hæfniskröfur:

  • Rík samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
  • Frumkvæði og drifkraftur til þess að þróa flugþjónustu Icelandair til framtíðar
  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er nauðsynleg ásamt reynslu af starfsmannamálum eða leiðtogastörfum

Nánari upplýsingar veita:

Þ. Haukur Reynisson, Director, Flight Operations, thr.crew@icelandair.is

Bylgja Björk Pálsdóttir, HR Consultant, bylgjap@icelandair.is

Sótt er um starfið á career.icelandair.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2020.