Forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar

side photo

Icelandair leitar að leiðtoga til að taka að sér hlutverk forstöðumanns tekjustýringar og verðlagningar á sölu- og þjónustusviði félagsins. Leitað er að árangursdrifnum leiðtoga til þess að leiða öflugan hóp sérfræðinga. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarstarf á síkvikum vinnustað sem farið hefur í gegnum mikla umbreytingu undanfarin ár.

Tekjustýring er lykileining í tekjuöflun og mótun leiðarkerfis og samkeppnisstefnu félagsins hverju sinni og er því um lykilhlutverk að ræða.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Mótar stefnu félagsins í tekjustýringu
 • Dagleg stýring og rekstur deildarinnar
 • Þróar sölustefnu, leiðarkerfi og aðrar aðgerðir til hámörkunar tekna í þverfaglegu samstarfi með viðeigandi deildum félagsins
 • Tekur þátt í þróun þjónustuframboðs Icelandair og frammistöðustýrir vörum félagsins
 • Drífur stöðugar umbætur og þróun á ferlum og þjónustu
 • Tryggir að starfsmannahópurinn hafi það sem þarf til að skila góðu starfi, með öflugri upplýsingagjöf, þjálfun og eftirfylgni með árangri

Hæfniskröfur:

 • Rík samskiptahæfni og leiðtogahæfileikar
 • Sterk greiningarhæfni og geta til að setja sig inn í flókin úrlausnarefni
 • Reynsla af sambærilegu hlutverki með sýnilegum árangri
 • Þjónustulund og reynsla af samstarfi við fjölbreytta og krefjandi hagaðila
 • Frumkvæði og drifkraftur til þess að þróa tekjustýringu Icelandair til framtíðar
 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er nauðsynleg ásamt reynslu af leiðtogastörfum
 • Reynsla af flugrekstri og ferðaþjónustu er kostur en ekki skilyrði

Nánari upplýsingar veita:

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs, birnaosk@icelandair.is

Bylgja Björk Pálsdóttir, mannauðsráðgjafi, bylgjap@icelandair.is

Sótt er um starfið á career.icelandair.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2020.